logo

Skilmálar

Til baka

1. Almenn ákvæði

Með því að nota vefsíðu okkar og/eða kaupa vörur í gegnum hana samþykkir þú eftirfarandi skilmála og skilyrði. Vinsamlegast lestu þá vandlega áður en þú verslar.

2. Aldurstakmark

Allar vörur sem seldar eru á þessari síðu innihalda nikótín eða tengjast notkun nikótíns. Nikótín er ávanabindandi efni. Þú verður að vera að minnsta kosti 18 ára til að kaupa vörur af þessari síðu. Við framfylgjum aldursstaðfestingu við kaup og afhendingu í samræmi við lög. Við áskiljum okkur rétt til að óska eftir sönnun á aldri áður en vara er send.

3. Vörur og upplýsingar

Við leggjum áherslu á að allar upplýsingar um vörur séu réttar, en áskiljum okkur rétt til að breyta vörum, verði eða framboði hvenær sem er án fyrirvara.

4. Greiðslur

Við bjóðum upp á tvær tegundir greiðsluforma:

  • Einskiptisgreiðslur: Greitt er fyrir pöntun í heild þegar kaup eru staðfest.
  • Áskriftagreiðslur: Með því að skrá þig í áskrift samþykkir þú reglulegar greiðslur samkvæmt valinni tíðni (t.d. mánaðarlega). Sjá nánar um binditíma og uppsögn í kafla 10.

5. Afhending og sendingar

Við afgreiðum pantanir eins fljótt og auðið er og sendum þær með viðurkenndum póst- eða flutningsaðila. Upplýsingar um afhendingartíma og kostnað eru birtar á vefsíðunni.

6. Skil og endurgreiðslur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og henni sé skilað í góðu ásigkomulagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan hefur borist til okkar. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Ef vara reynist gölluð eða ekki í samræmi við lýsingu, hefur kaupandi rétt á úrbótum, skipti eða endurgreiðslu í samræmi við lög um neytendakaup. Tilkynningar vegna gallaðar vöru skal senda sem fyrst á netfangið bagg@bagg.is, ásamt lýsingu á vandamáli og ef mögulegt er, myndum af vörunni og pöntunarnúmeri.

Fyrir fyrirspurnir eða skilarétt í almennum tilvikum má hafa samband við bagg@bagg.is.

7. Trúnaður og persónuvernd

Við virðum friðhelgi viðskiptavina okkar og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. Sjá nánar ípersónuverndarstefnu okkar.

8. Takmörkun ábyrgðar

Við berum ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af rangri notkun vara eða ef pöntun getur ekki borist vegna óviðráðanlegra atvika (force majeure).

9. Breytingar á skilmálum

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Breytingar taka gildi við birtingu á vefsíðunni.

10. Áskriftir, binditími og uppsögn

Áskriftir hafa lágmarks binditíma upp á þrjá (3) mánuði, reiknað frá fyrsta greiðsludegi. Þú getur sagt upp áskrift hvenær sem er með því að senda tölvupóst á bagg@bagg.is. Uppsögn tekur gildi við lok binditímans og, að honum loknum, við lok þess reikningstímabils sem er í gangi þegar uppsögn berst. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa að binditíma loknum nema henni sé sagt upp.

Ef afsláttarkóði er notaður við stofnun áskriftar gildir afsláttarverð einungis fyrir fyrstu sendingu. Eftir það gildir hefðbundið verð fyrir hverja sendingu.

Uppsögn tekur gildi þegar póstur berst á bagg@bagg.is

Hafi verið stofnað til sendingar tekur uppsögn gildi við næstu sendingu á eftir.

Ef áskriftargreiðsla tekst ekki á skráðu korti er krafa send í heimabanka.

Réttur til að falla frá fjarsölusamningi kann að gilda skv. lögum um neytendasamninga nr. 16/2016, eftir því sem við á og nánar greinir í kafla 6.